Leikstjóri The Strangers með tvær myndir

Einn heitasti nýgræðingurinn í bandaríska kvikmyndaheiminum um þessar myndir, Bryan Bertino, hefur skrifað undir samning sem kemur honum í leikstjórastól næstu tveggja mynda sinna; Black, sem mun verða spennutryllir með yfirnáttúrulega ívafi og síðan Alone sem ku einnig vera spennutryllir.

Fyrir þá sem ekki vita þá skrifaði Bertino handritið að The Strangers sem sló lúmskt í gegn í Bandaríkjunum og hefur komið 52 milljónum dollara í kassann, en þegar framleiðendur myndarinnar sáu hversu sterkt handritið var þá vildu þeir endilega fá hann í leikstjórastólinn. Rogue Pictures leist síðan svo vel á kappann að þau laumuðu að honum samning og því stendur Bertino frammi fyrir því að leikstýra tveimur myndum.

Allir aðilar hafa þvertekið fyrir það að The Strangers fái framhald

Smellið hér fyrir Bryan Bertino á IMDB

Smellið hér til að sjá The Strangers trailerinn + aukaefni