Entertainment Weekly djókaði aðeins með Bruce Campbell varðandi The Evil Dead um daginn, en Campbell var í viðtali varðandi nýútkominn sjónarpsþátt sem hann kemur nálægt sem ber nafnið Burn Notice.
EW talaði m.a. um allar þessar DVD útgáfur sem The Evil Dead hefur komið út, og Campbell tekur vel í grínið en segir jafnvel að fleiri séu væntanlegar. Hann útskýrir einnig af hverju Evil Dead endurgerðin umtalaða hefur tekið svona langan tíma, en málið er (að hans sögn) að Raimi hefur fullt í fangi með gróðvænleg verkefni á þessum tíma og að það sé ekki sjens að endurgerð The Evil Dead verði gerð án hans.
Ég ætla ekki að spoila viðtalið meira, The Evil Dead aðdáendur geta smellt á linkinn hér fyrir neðan!

