56 sek atriði úr The Dark Knight!

Eftirfarandi er 56 sek myndband sem inniheldur atriði úr stórmynd sumarsins, The Dark Knight, en það stefnir í allsvaðalega opnun! Myndbandið sýnir Jókerinn (Heath Ledger) fara mikinn í veislu einni, en brot úr þessu atriði hafa birst í flestum trailerum, auglýsingum og fleira.

Atriðið er spoiler-free og við fáum ekkert að vita um söguþráðinn í sjálfu sér, og engir leyndardómar eru birtir. Það eina sem atriðið skilur eftir sig er allsvakalegur fiðringur í maganum.

Eins og er er atriðið aðeins á okkar vef og YouTube rás þannig að þið eruð fyrst í röðinni. Það má búast við því að það detti inná stóru fréttaveiturnar síðar í dag, eða á næstunni.

Við
erum að rembast í því að koma atriðinu yfir á mannsæmandi gæði, en
þangað til má kíkja á það hér fyrir neðan (YouTube glugginn), sem og á undirsíðu myndarinnar á kvikmyndir.is (ásamt fullt af öðru aukaefni!)