Panasonic Toyota Racing og Warner Bros hafa í sameiningu ákveðið að koma Batmobile á Silverstone brautina í tilefni af því að stórmynd sumarsins, The Dark Knight, verður frumsýnd síðar í mánuðinum. Ekki nóg með það, heldur ætla Toyota að skreyta búninga ökuþóra sinna Jarno Trulli og Timo Glock með The Dark Knight logoum, myndum og fleiru.
Batmobile og Bat-podinn voru á brautinni og fengu ökuþórarnir að fikta aðeins í þeim, en fyrir þá sem ekki vita þá er Batmobile bíll Batmans í The Dark Knight og Bat-podinn er eitursvala mótorhjólið hans. Batmobile og F1 bíll Jarno Trulli tóku hring saman á Silverstone brautinni og leyfðu fólki að taka nokkrar myndir.
Myndirnar eru hér fyrir neðan, smellið á þær fyrir betri upplausn









