Margir hafa tekið eftir myndböndum undir „Aukefni“ hér á forsíðunni okkar sem eru viðtöl við Christian Bale sem leikur Batman í The Dark Knight og síðan Christopher Nolan sem er leikstjóri sömu myndar.
Viðtölin eru einkar áhugaverð, en báðir eru þeir spurði af því hversu erfitt það hafi verið að koma með alla þessa nýju karaktera inní myndina, en báðir segja þeir þetta vera rökrétt framhald af síðustu batman myndinni – Batman Begins. Bale hamrar á því í viðtalinu að Batman hafi vaxið síðan síðustu myndinni lauk og sé tilbúinn í ný verkefni. Ég ætla ekki að spoila þetta fyrir ykkur lengur, kíkið á undirsíðu myndarinnar og þar eru viðtölin ásamt fullt af öðru aukaefni hjá videospilaranum.
Smellið hér til að fara á undirsíðu myndarinnar og sjá viðtölin!

