Dominos gefur okkur nýjan Batman trailer!

 Dominos Pizza hafa opnað nýjan vef tileinkaðan næstu Batman mynd, The Dark Knight sem verður frumsýnd á klakanum 23.júlí. Á vefnum má finna eitthvað af aukaefni en það áhugaverðasta er án efa nýr extended trailer. Hann er lengri en þeir fyrri og gefur okkur enn fleiri nýjar senur og atriði en áðu hafa sést!

Fyrir helgi kom nýr international trailer sem sýndi okkur mikið af áður óútgefnu efni en sýnir okkur meira en nokkur annar trailer til þessa. Trailerinn er á leiðinni á undirsíðu myndarinnar á Kvikmyndir.is en þangað til þá mæli ég með því að þið smellið á linkinn hér að neðan.

Smellið hér fyrir trailerinn

Smellið hér fyrir Dominos síðuna