Tímaritið Rolling Stone hafa birt dóm um nýjustu Batman myndina sem flestir kvikmyndaunnendur geta ekki beðið eftir, en hún ber nafnið The Dark Knight og verður frumsýnd 25.júlí á Íslandi.
Peter Travers er blaðamaður hjá Rolling Stone og hefur greinilega séð myndina töluvert á undan öllum öðrum, en hann fer vægast sagt fögrum orðum um myndina í dómnum. Hann bendir á að myndin sé þrumufleygur sem mun rífa sig í gegnum allar okkar hugmyndir og álit sem við höfum á þessum svokölluðu ,,sumarmyndum“. Hann talar um að Heath Ledger sé brjálæðislega góður í hlutverki sínu og heimtar Óskarsverðlaunatilnefningu.
Myndin fær 3 1/2 stjörnu af 4 mögulegum, og segir hann að menn ættu að hætta að væla yfir því að hún sé tveggja og hálfs tíma löng. Ég mæli með því að þið lesið dóminn og fáið ágætis fiðring í magann – varist þó að afar væga spoilera má lesa í dómnum.

