Kung Fu Panda fær framhald

Kung Fu Panda sló nýverið í gegn vestanhafs og á meðan myndin er enn sýnd í kvikmyndahúsum eru menn strax farnir að vinna að framhaldi myndarinnar. Í einu horninu eru menn að skrifa handrit og reyna að finna upp sögu  fyrir næstu myndina, en í hinu horninu eru teiknarar að teika nýtt stöff fyrir væntanlega DVD útgáfu myndarinnar.

Þetta kemur ekki á óvart því myndin fór beint á toppinn og hefur nú, 19 dögum frá frumsýningu, grætt um 230 milljónir dollara á heimsvísu, en gerð myndarinnar kostaði 130 milljónir.

Við munum án efa sjá Kung Fu Panda: The Sequel eftir nokkur ár.

Myndin verður frumsýnd næsta miðvikudag hér á klakanum.

Tengdar fréttir

21.5.2008    50 mín gerð myndarinnar Kung Fu Panda AÐEINS HÉR!