Fréttaþáttur um Bruce Wayne

Viral marketing herferð aðstandenda eina af stórmyndum ársins, The Dark Knight, opnaði enn eina vefsíðuna tileinkaða borginni Gotham sem Batman býr í. Vefsíðan er GothamCableNews.com og er vefsíða sjónvarpsstöðvar í borginni.

Heimasíðan hefur nú birt fréttaþátt í Dateline stæl sem fer yfir feril og baksögu playboysins Bruce Wayne a.k.a. Batman. Fréttaþátturinn kemur von bráðar á undirsíðu myndarinnar á Kvikmyndir.is en þangað til er hægt að sjá hann á heimasíðu kapalstöðvarinnar.

Þátturinn er 10 mínútna langur og segir m.a. í endann að næsta fórnarlamb Dateline þáttarins Lt.James Gordon (Gary Oldman) og að sá þáttur komi eftir 2 vikur! Þetta er án efa það djúsíasta sem markaðsherferðin hefur komið með síðan plakatið geðveika leit dagsins ljós.

Fréttaþáttinn má sjá hér.