Queen Raquela fær enn fleiri verðlaun

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Poppoli Pictures

Kvikmynd Ólafs Jóhannesonar, The Amazing Truth About Queen Raquela
hlaut sérstök verðlaun fyrir afreksverk í þágu samtíma kvikmyndagerðar
á kvikmyndahátíðinni CinemaCity, í Novi Sad í Serbíu, nú um helgina.
Myndin tók þátt í aðalkeppni hátíðarinnar EXIT point ásamt 12 öðrum
myndum frá öllum heimshornum.

Dómnefnd CinemaCity samanstendur
af kvikmyndagerðamönnum, framleiðendum, kvikmyndagagnrýnendum og
aðstandendum nærliggjandi kvikmyndahátíða.

Queen Raquela hefur
víðsvegar hlotið verðlaun og lof gagnrýnenda um allan heim. Nýlega
hlaut myndin tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni NewFest í New York
þar
sem dómnefnd valdi hana bestu alþjóðlegu kvikmyndina og sagði hana vera
,,hreinskilna, hvetjandi, fyndna, sorglega og vongóða, og slær ekki
eina feilnótu“. Einnig var myndin valin besta kvikmynd hátíðarinnar af
dómnefnd sjónvarpsstöðvarinnar Showtime. Áður hampaði hún hin
eftirsóttu Teddy-verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Berlín.

Queen Raquela segir frá Raquela, stelpustrák frá
Filipseyjum sem dreymir um að flýja til Vesturlanda til að finna
draumaprinsinn. Bíóbrot, ásamt aukaefni fyrir myndina má sjá á undirsíðu myndarinnar hér á kvikmyndir.is

Ólafur
er um þessar mundir staddur í Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem Queen
Raquela er til sýningar á LA Film Fest, sem haldin er dagana 19. – 29.
júní. Myndin hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum í m.a. Kanada, Texas í
Bandaríkjunum og San Francisco.