Síðustu mánuði hefur plakötunum fyrir nýjustu Batman myndina, The Dark Knight, rignt inn og flestir hafa verið rosalega ánægðir með útkomuna. Viral-marketing herferðin er á fullu núna því frumsýning myndarinnar er áætluð 18.júlí í Bandaríkjunum og 25.júlí á Íslandi.
Nú hafa Allposters.com birt nýtt plakat sem er ansi töff en er engan veginn að fylgja sama dökka takti og official plakötin. Einnig höfum við hjá Kvikmyndir.is rekist á annað plakat sem lætur okkur líta út eins og spurningamerki í framan. Hvorug plakötin er hægt að finna á opinberu heimasíðunni né á IMPawards.com og því eru þau, að því sem við best vitum, gerð af öðrum aðilum en framleiðendum myndarinnar. Hins vegar gæti vel verið að neðra plakatið sé teaser plakat sem hefur látið lítið fara fyrir sér.
Plakötin eru hér fyrir neðan, smellið á þau fyrir betri upplausn.



