Það er komið plakat fyrir myndina Autopsy, sem hefur vakið eftirtekt hjá hryllingsmyndaaðdáendum vestanhafs. Adam Gierasch er að leikstýra hér sinni fyrstu mynd einn, en hann hefur komið að gerð B-hryllingsmynda eins og The Toolbox Murders og Mother of all Tears sem er nýlega komin út í Bandaríkjunum.
Hryllingsmyndaleikstjórinn er á ansi hraðri uppleið, en Autopsy er stærri en hans fyrri verk og er framleidd af sömu aðilum og framleiddu Final Destination myndirnar þrjár.
Plakatið er helvíti töff og gefur það í skyn að það sé ansi ,,góður“ B-myndasplatter framundan. Þið getið gleymt því að sjá þessa mynd í bíó, en hún kemur beint á DVD vestanhafs og er hægt að kaupa t.d. Amazon þegar hún kemur út eða að hún gluggi upp á betri videoleigum.
Plakatið er hér fyrir neðan, klikkið á það fyrir enn betri upplausn.


