Fjölskylda Ledgers fær einkasýningu á Dark Knight

Fjölskylda leikarans Heath Ledger fær einkasýningu á The Dark Knight í Perth í Ástralíu áður en hún verður frumsýnd í New York. Einkasýningin mun aðeins verða fyrir fjölskylduna og mun fara fram á heimili fjölskyldunnar en blaðamenn og aðrir er stranglega bannaður aðgangur.

Daginn eftir sýninguna mun hún fljúga til New York á rauða dregilinn þar sem áætlunin er að taka nokkrar myndir af fjölskyldunni, en hún mun ekki gefa viðtöl, svara spurningum né  halda einhverskonar blaðamannafund.

Menn eru strax farnir að hypa frammistöðu Ledgers og tala um að hann eigi skilið Óskarstilnefningu fyrir túlkun sína á Jókernum. Hins vegar hafa örfáir, ef einhverjir, fengið tilnefningu fyrir hlutverk í mynd byggðri á teiknimyndasögu, en 4 hafa samtals verið tilnefndir til Óskarsverðlauna eftir dauða sinn og af þeim hefur einn svo unnið verðlaunin.