Í tilefni af frumsýningu þeirrar sjónrænu veislu sem bíómyndin Speed Racer er, mun kvikmyndir.is ásamt Sambíóunum gefa sérstakan glaðning tengdum myndinni.
Í boði eru skemmtilegir glaðningar á borð við Speed Racer hliðartöskur og húfur, bíómiðar á myndina og síðan gjafakort frá Sam.
Undirritaður hefur séð myndina og í hreinskilni sagt finnst mér hér vera á ferðinni dúndurskemmtileg afþreying. Alveg yndislega súr og brjáluð og er alveg bókað mál að hennar skal njóta í bíósal.
Eina
sem þú þarft að gera til að eiga séns á bíómiða og varningi
(aukavinningar) er að svara hér þremur spurningum tengdum myndinni.
Dregið verður úr réttum lausnum.
Spurningarnar hljóma svona…
1.
Hvað heitir leikarinn sem að fer með hlutverk aðalpersónunnar Speed og
í hvaða mynd fór hann með hlutverk vandræðagemlingsins Johnny Truelove?
2. Fyrir hvaða kvikmyndaþríleik eru leikstjórar myndarinnar þekktir fyrir?
3.
Matthew Fox fer með hlutverk Racer X í myndinni. Fox er þekktur fyrir
hlutverk sitt í vinsælum sjónvarpsþáttum. Hvaða þættir eru þetta?
Svör skal senda á tommi@kvikmyndir.is. Ég mun hafa samband við vinningshafa þann 6. júní (föstudaginn næsta) og læt betur vita hvernig skal nálgast vinningana.
Gangi ykkur vel og takk kærlega fyrir góða þátttöku síðast.

