CineTel Films hafa nælt sér í réttinn af hinni mjög svo umdeildu mynd I Spit On Your Grave frá árinu 1978, en þetta er mynd sem hefur verið bönnuð í fjölmörgum löndum.
Myndin hét fyrst Day of the Woman en hún er með Camille Keaton í aðalhlutverki sem unga konu sem fer í kofa í miðjum óbyggðum til að skrifa skáldsögu. Fljótlega koma fjórir sveitalubbar og nauðga henni, lemja hana og skilja hana eftir til að deyja. Síðar leitar hún hefndar gegn þeim öllum.
„Eftir að hafa séð hvað Saw og Hostel hafa gert með R-Rating myndir þá teljum við okkur vera samkeppnishæfa með þessa mynd, og ætlum okkur að endurgera hana í takt við það sem markaðurinn býst við af henni – að hafa hana stranglega bannaða innan 16 (Rating R).
Í þessum töluðu orðum er verið að fikta í handritinu og aðlaga það nýjum tímum, allt annað er ekki komið í ljós.
Pistill um myndina leit dagsins ljós á huga fyrir stuttu – en hann má lesa hér

