Ridley Scott snýr sér aftur að Sci-Fi

Leikstjóri vísindaskáldskapsmynda eins og Blade Runner og Alien, hetjan Ridley Scott hefur látið það útúr sér að hann sé loksins tilbúinn til að snúa sér að gerð vísindaskáldskapsmynda, a.k.a. Sci-Fi.

„Ég er búinn að bíða í 20 ár eftir fullkomnu bókinni til að búa til Sci-Fi mynd um, og ég tel mig loksins hafa fundið hana. Ég ætla ekki að segja ykkur hvaða bók ég er að tala um en myndin sem byggð verður á henni verður skrifuð innan þessa mánaðar. Það er bókað mál að þetta verður næsta verkefni mitt.“ sagði Scott í viðtali.