RÚV hefur verið þekkt fyrir sínar sunnudagsmyndir sínar þar sem óþekktar myndir eru oft sýndar í fyrsta sinn á skjá landsmanna. Oft fara þessar myndir fyrir ofan garð og neðan en oftar en ekki rata gullmolar í gegn og það er málið í kvöld – RÚV sýnir í kvöld myndina Hero (Ying xiong) með Jet Li í aðalhlutverki.
Í norðurhéraði Kína ríkti til forna kóngurinn Qin og stóð stöðug ógn af stríðsherrum sem brugguðu honum banaráð. Dag einn fréttist að nafnlaus maður hafi gert út af við þrjá þá helstu. Hann er boðaður til hallarinnar og beðinn að greina frá því hvernig hann réð niðurlögum tilræðismannanna en kóngur þykist sjá brotalamir á frásögninni.
Við mælum með því að allir kvikmyndaáhugamenn láti þessa mynd ekki framhjá sér fara (hún fær m.a. 8,0 á imdb.com) og almennt frábæra dóma – hér er alger gullmoli á ferð!
Góð upphitun til að sjá Jet Li á skjánum áður en við sjáum hann næst í The Forbidden Kingdom nú 30.maí.

