Gibson og Frankenheimer

Melurinn Mel Gibson og leikstjórinn John Frankenheimer ( Ronin ) eru með nýtt verkefni í vinnslu. Gibson, og framleiðslufyrirtæki hans Icon Pictures, náðu í réttinn á spennumyndinni The Skeleton´s Coast og hafa fengið Frankenheimer til að leikstýra. Ekki er enn ljóst hvort Gibson ætlar sér sjálfur að leika í myndinni, sem fjallar um gimsteinarán í Afríku, en þó verður það að teljast frekar ólíklegt miðað við hvað hann er með mikið á sinni könnu á næstunni.