Buscemi, Liotta og Michael Cera saman í mynd

Stórleikararnir Steve Buscemi og Ray Liotta hafa ákveðið að slást í hópinn með hinum unga Michael Cera. Saman munu þeir leika í myndinni Youth in Revolt. Miguel Arteta leikstýrir henni, en þetta ku vera gamanmynd.

Myndin byggir á skáldsögu eftir C.D.Payne og fjallar um ungling sem ber nafnið Nick Twisp (Michael Cera) og verður ástfanginn af stúlku á hans aldri. Á sama tíma tekst honum að rústa fjölskylduferðalagi sínu og þá er faðir hans (Steve Buscemi) ekki sáttur. Ekki hefur verið upplýst hvaða hlutverk Liotta hefur tekið að sér.

Myndin á að koma út á næsta ári.