Coen bræðurnir frumsýna næstu mynd sína í Venice

Coen bræðurnir sem gerðu myndina No Country for Old Men hafa staðfest að næsta mynd þeirra, Burn After Reading, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Venice (Venice Film Festival).

Myndin er gamanmynd sem fjallar um CIA útsendara, sem leikinn er af John Malkovich. Bók sem inniheldur helstu verk hans í starfi hans falla í hendur tveggja líkamsræktarstarfsmanna sem nýta sér fundinn til hins ýtrasta. Aðrir leikarar eru m.a. George Clooney, Tilda Swinton og Brad Pitt.

Sýning myndarinnar mun verða strax á eftir opnunarhátíðinni, eða 27.ágúst. Kvikmyndahátíðin stendur til 6.september, og verður myndin tekin til sýninga í Bandaríkjunum 12.september.

Þetta er í 65.sinn sem kvikmyndahátíðin í Venice er haldin.