TDK trailer á sunnudaginn

Það héldu flestir að The Dark Knight trailerinn kæmi núna í kvöld, og þessvegna er ég ennþá vakandi kl þrjú um nótt. Fólk áætlaði þetta út af teljara sem var á þessari síðu sem taldi niður á þennann dag. Núna er sá teljari farinn og við höfum fengið nýja síðu sem við skulum kalla HappyTrails. Eins og önnur dulræn vísbending um að trailerinn komi ekki fyrr en á sunnudaginn. Allar tilkynningar sem koma frá þessari mynd virðast allar vera í formi skrítinna heimasíðna sem segja bara hálfa söguna. Farið endilega á síðuna og myndið ykkar eigin getgátur um hvað þetta á að þýða: http://www.whysoserious.com/happytrails/