Fyrsta stiklan er komin út fyrir hina sannsögulegu bíómynd Eddie the Eagle með þeim Hugh Jackman og Taron Egerton í aðalhlutverkum.
Myndin kemur í bíó 1. apríl nk. í og segir frá hinum ótrúlega Eddie „The Eagle“ Edwards, sem Egerton leikur, sem varð fyrsti breski skíðastökkvarinn til að taka þátt í Ólympíuleikunum, nánar tiltekið í Calgary í Kanada árið 1988. Þrátt fyrir að Eddie hafi lent í síðasta sæti í báðum keppnunum sem hann tók þátt í þá varð hann alþjóðleg stórstjarna í kjölfarið.
Hin slaka frammistaða hans varð einnig til þess að til varð hin svokallaða Eddie the Eagle regla, sem Alþjóða ólympíunefndin setti eftir leikana í Calgary. Reglan kveður á um að þeir sem vilja keppa á Ólympíuleikum verða að vera búnir að keppa í alþjóðlegum mótum og lenda í annað hvort topp 30% af þátttakendum eða í topp 50 þátttakenda.
Eftir að reglan tók gildi þá mistókst Eddie að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum árið 1992 í Albertville í Frakklandi, í Lillehammer í Noregi 1994 og Nagano í Japan 1998.
Hann hefur verið vinsæll í sjónvarpi síðan hann sló í gegn með sinni löku frammistöðu, auk þess sem hann lauk lagaprófi árið 2003.
Hugh Jackman leikur Chuck Berghorn, þjálfara Edwards. Í stiklunni heitir hann hinsvegar Bronson Peary.