Núna hefur fólk svo sannarlega ástæðu til að fara tvisvar á sömu mynd í bíó. Allavega á Stóra planið. Ólafur J. og félagar eru nú að feta í fótspor Gunnars B. með því að gefa út commentary (sem þeir þýða sem bíóspjall) en skemmst er frá því að segja að hægt var að hlusta á svona bíóspjall með Astrópíu þegar hún var í bíó. Hægt er að finna bíóspjall Ólafs á www.storaplanid.is í mp3 formati og því mjög auðvelt að setja það í mp3 spilarann sinn og taka það með í bíó. Þeir meira að segja benda fólki á að iPod henti best. Sjálfur hlustaði ég nú bara á þetta heima og hafði mjög gaman af, það var nokkuð auðvelt að giska á hvaða atriði þeir voru að tala um. Mæli allavega með þessu og vonandi á eftir að byggjast upp eitthverskonar hefð meðal íslenskra kvikmynda að hægt sé að taka svona bíóspjall með sér af netinu.

