Indie blaðran Juno með Ellen Page og Michael Cera í aðalhlutverkum heldur áfram að toppa alla vinsældalista sem hún hefur komist nálægt. Í þetta sinn er það DVD topplistinn í Bandaríkjunum, en hún situr sem fastast á toppi hans.
Myndin græddi 8,4 milljónir nú fyrstu vikuna aðeins á leigu, en sölutölur eru ekki enn komnar í hús. Á blu-ray komst Juno hinsvegar aðeins í 2.sætið.
Fox ku vera gríðarlega sáttir við þetta og hafa nú ákveðið að gera Juno aðgengilega í gegnum iTunes sem mun eflaust ýta enn meira undir vinsældi myndarinnar, en myndin verður aðgengileg þar 14.maí. Segja Fox að þetta sé aðeins fyrsta skref þeirra í því að gera myndirnar sínar aðgengilegar á netinu í góðum gæðum og á löglegan hátt.

