Zooey Deschanel og Chloë Sevigny munu leika saman í myndinni Divorce Ranch. Myndin ku vera hálfgerð indie-comedy, eða artí gamanmynd (sbr. Juno jafnvel). Myndin er skrifuð og leikstýrð af Michael Lindsay-Hogg.
Myndin á að gerast í Nevada fljótlega eftir seinni heimsstyrjöldina og fjallar um konu sem Sevigny leikur. Hún flytur á búgarð með 6 ára syni sínum í þeirri von að að giftast vellauðugum manni, en Zooey Deschanel mun leika aðstoðarmann hennar.
Tökur hefjast í september, en óljóst er með opinbera útgáfudagsetningu.

