Matthew Mcconaughey í Magnum P.I.

Matthew McConaughey hefur verið boðið aðalhlutverk í myndinni Magnum P.I. sem byggir á samnafna sjónvarpsþáttum sem voru í gangi á 8.áratugnum. Thomas Magnum heitir hann sem Matthew á víst að leika.

Sagan segir að McConaghey sé enn að lesa handritið sem hann fékk frá Rawson Marshall Thurber, en hann gerði síðast myndina Dodgeball: A True Underdog Story. Universal Pictures framleiða.