Bob Yari, einn af 6 kredituðum framleiðendum Crash sem fékk Óskarsverðlaun fyrir 2 árum síðan(s.s. Óskarsverðlaunin sem voru veitt fyrir árið 2005), fær ekki Óskarsstyttu fyrir sitt framlag til myndarinnar.
Yari kærði Academy of Motion Picture Arts and Science(Óskarsverðlaunaakademíuna) og The Producers Guild of America eftir að aðeins 2 af þessum 6 framleiðendum fengu Óskarsstyttu í sínar hendur. Hann var mjög ósáttur með það og sagði að þetta skemmdi orðspor hans.
Dómur réttarins var sá að einkasamtök, rétt eins og í þessu tilviki, geta vel ákveðið sjálf hverjir fá Óskarsstyttu og hverjir ekki. Óskarsverðlaunaakademían gaf frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýstu yfir ánægju sinni með dóminn, þar sem hann skýrði að „það er ekki í höndum rétta landsins að ákveða hverjir fá Óskar og hverjir ekki.“ Því fór sem fór og Yari hyggst ekki áfrýja.

