Það er ljóst að aðstandendur 22.Bond myndarinnar þurftu að kafa djúpt til að finna hentuga tökustaði, en það hefur verið opinberað að frekar magnaður staður muni koma fram í myndinni.
ESO(European Organization for Astronomical Research) eru sagðir mjög sáttir við þá ákvörðun að taka upp hluta myndarinnar á fjallinu Cerro Paranal. Þetta nafn segir flestum lítið (og þar á meðal mér), en þetta er 2.600 metra hátt fjall í eyðimörk í Chile, og risastór sjónauki prýðir sér efst á tindinum, en tökur munu fara fram flestar á þeim stað (hugsanlegur staður fyrir endinn eða hvað?!?)
Eyðimörkin sem fjallið er á státar af ótrúlegum rauðum sandi og er sagður vera þurrasti staður jarðar, þurrari en Sahara eyðimörkin. Búið er að byggja hótel fyrir aðstandendur myndarinnar á fjallinu.
Einnig eru aðilar myndarinnar búnir að opinbera það að gríðarlega flókið FX skot muni eiga sér stað í myndinni og áhættuatriðin (ásamt fleirum atriðum) munu verða tekin upp á Dalsa 4K Origin myndavélar. Sú ákvörðun var tekin af Kevin Tod Haug, listrænum stjórnanda myndarinnar. Í einu umræddu atriði ku vera 8 myndavélar notaðar, syncaðar svo þær virki í takt. Myndavélarnar gera manni kleift að sjá ótrúlegustu atriði í nánast hvaða birtu sem er.
Quantum of Solace kemur út í Bretlandi 31.október 2008, en í Bandaríkjunum og annarsstaðar 7.nóvember 2008.

