Quantum of Solace: Gerð myndarinnar

Aðstandendur nýjustu Bond myndarinnar, Quantum of Solace eru þegar farnir að hypa hana upp og nýverið kom út myndband sem sýnir nokkurskonar gerð myndarinnar, en það er hægt að sjá viðtal við leikstjórann, viðtal við Daniel Craig og nokkur áhættuatriði.

Myndin verður frumsýnd 7.nóvember og er númer 22 í röðinni um Bond myndirnar frægu.

Heimasíða myndarinnar er hér en Gerð Myndarinnar má sjá á forsíðunni hjá okkur hér hjá Kvikmyndir.is hjá videospilaranum undir „Aukefni“.