Batman Beyond dauð?

Leikna útgáfan af hinum feikivinsæla teiknimyndaflokki frá Warner, Batman Beyond, hefur líklega lognast út af. Undanfarið hafa ótrúlega mörg Batman verkefni verið í undirbúningi, þ.á.m Batman 5, Batman Beyond, Batman Year One, Catwoman og Worlds Finest. Þau einu sem var eitthvað skrið var á voru Batman Beyond og Batman Year One, en einmitt það verkefni hefur Warner ákveðið að leggja alla sína orku í og verður þeirri mynd leikstýrt af Darren Aronofsky ( Requiem for a Dream ). Í framhaldi hefur Warner því ákveðið að leggja Batman Beyond á hilluna.