Heiðin er ný íslensk kvikmynd eftir Einar Þór Gunnlaugsson (Þriðja nafnið) sem frumsýnd verður um helgina. Forsýning var á miðvikudaginn síðastliðinn og mættu leikarar, aðrir aðstandendur og vel valdir gestir í stóra salinn í Háskólabíó. Með aðalhlutverk fer Jóhann Sigurðarson í hlutverki Emils sem þarf að keyra kassa með atkvæðum yfir heiðina eftir að hafa misst af flugvélinni.
Trailer að myndinni má sjá hér.

