2 Guns, nýjasta Hollywoodmynd Baltasars Kormáks heldur toppsætinu á íslenska bíóaðsóknarlistanum aðra vikuna í röð.
Myndin fjallar um eiturlyfjalögreglumann og mann úr leyniþjónustu sjóhersins sem fá það verkefni að rannsaka hvorn annan. Þeir komast síðan að því að mafían stendur á bakvið málið allt – sem er einmitt aðilinn ( þ.e. mafían ) sem báðir menn telja sig hafa verið að stela pening af.
Í öðru sæti listans, skammt undan 2 Guns, er gamanmyndin We´re the Millers, en hún stendur einnig í stað á milli vikna.
Í þriðja sætinu er ný mynd, Kick-Ass 2, myndin um sjálfskipuðu ofurhetjurnar snjöllu, og í fjórða sæti eru það Strumparnir, sem fara niður um eitt sæti á milli vikna.
Önnur ný mynd er síðan í fimmta sætinu, ævintýramyndin Percy Jackson: Sea of Monsters. Ein ný mynd til viðbótar er á listanum þessa vikuna, Bling Ring, með Emmu Watson úr Harry Potter í aðalhlutverkinu, að ræna og rupla frá fína fólkinu í Hollywood.
Sjáðu hér hvaða myndir eru í bíó
Sjáðu hér hvaða myndir eru væntanlegar í bíó
Hér fyrir neðan eru 15 vinsælustu myndirnar í bíó á Íslandi í dag: