Focus Features og Working Title hafa ákveðið að gefa næstu mynd Coen bræðranna aukna dreifingu. Mynd þeirra ber nafnið Burn after reading og verður frumsýnd 12.september vestanhafs á þessu ári.
Tilkynningin á líklega eitthvað skylt með sigri þeirra bræðra á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór nú fyrir rétt rúmlega viku síðan.
Myndin, sem er með mjög svartan húmor, og mun hafa ótrúlegt leikaraval til umráða, til dæmis George Clooney, Brad Pitt, John Malkovich og Tilda Swinton.
Coen bræðurnir hafa verið þekktir fyrir að hafa mjög sérstaka dreifingarmöguleika á myndunum sínum, sem hefur gert þær aðeins minna „commercial“ en annars, með undantekningum þó, t.d. The Ladykillers og The Big Lebowski. Þess má geta að No Country for Old Men hóf sýningarferil sinn í takmarkaðri útgáfu.

