Matrix: Reloaded frestað

Framhaldinu af hinni geysivinsælu The Matrix hefur nú verið frestað. Átti myndin að koma í kvikmyndahús sumarið 2002 en kemur nú ekki fyrr en sumarið 2003. Ástæðan, segir framleiðandi myndarinnar Joel Silver, er að hann og leikstjórar myndarinnar en það eru bræðurnir Andy Wachowski og Larry Wachowski, vilja skila af sér eins góðum myndum eins og nokkur kostur er. Einnig segir hann að Matrix 2 og 3 séu í raun ekki tvær bíómyndir heldur ein stór mynd í tveimur hlutum og því verði að klára hana alla áður en hægt verður að sýna þann hluta af henni sem verður titlaður sem Matrix: Reloaded. Vonum bara að biðin verði þess virði.