Netvídeóleigan Netflix hefur tilkynnt um frumsýningardag fyrir Derek, gamanþáttaseríu sem gamanleikarinn Ricky Gervais skrifar handrit að, leikstýrir og framleiðir sérstaklega fyrir Netflix. Gervais er best þekktur fyrir að vera höfundur og aðalleikari í bresku gamanþáttunum The Office og Extras.
Serían verður frumsýnd 12. september nk.
Gervais hefur unnið þrjú Golden Globe verðlaun, tvö Primetime Emmy verðlaun og sjö BAFTA verðlaun.
Derek þættirnir verða 30 mínútna langir, og munu allir þættirnir í seríunni verða aðgengilegir á frumsýningardeginum á öllum þeim mörkuðum sem Netflix er fáanlegt í, að Bretlandi undanskildu ( Bandaríkin, Kanada, Írland, Suður – Ameríka, Brasilía og Norðurlöndin )
Serían var upphaflega sýnd á Channel 4 sjónvarpsstöðinni í Bretlandi og búið er að semja um aðra þáttaröð til sýninga á Channel 4 næsta vetur.
Ásamt Gervais leika í þáttunum David Earl, Karl Pilkington og Kerry Godliman, en framleiðandi er Derek Productions Ltd. fyrir Netflix.