Lost-leikkonan Evangeline Lilly tjáir sig um hlutverk sitt sem álfurinn Tauriel í The Hobbit: The Desolation Of Smaug í viðtali við Total Film.
Álfurinn kemur hvergi við sögu í bókinni Hobbitanum en öðlast líf í næstu tveimur framhaldsmyndum Hobbitans.
Hún er mjög, mjög ungur álfur,“ sagði Lilly. „Hún er bara 600 ára gömul, ólíkt Legolas sem er örugglega 1.900 ára og Thranduil sem er í kringum 3.000 ára gamall. Hún er ekki jafn gáfuð og yfirveguð og þeir eru. Hún er meiri prakkari og lætur hlutina flakka dálítið.“
Persóna Tauriel er bardagkona sem er laus við allan fínleika. „Maður þarf að hafa ákveðna fágun þegar maður leikur þessa persónu. En ég þarf líka að vera vægðarlaus og grimmur morðingi,“ sagði Lilly.
The Hobbit: The Desolation Of Smaug er væntanleg í bíó um næstu jól.