Paul Dano verður risastór

Ungi stórleikarinn Paul Dano, sem sást síðast í There will be Blood hefur tekið að sér hlutverk í rómantískri gamanmynd sem ber nafnið Gigantic. Matt Aselton mun leikstýra myndinni, en þetta er eitt af hans fyrstu stóru verkum. Einnig er ljóst að heimasætan Zooey Deschanel mun leika á móti honum.

Myndin fjallar lauslega um teppasölumann(Dano) sem hittir unga konu (Deschanel) í búð og samband þeirra hefst á því.

Tökur á myndinni munu fara fram eftir að tökur á nýjustu mynd Dags Kára, The Good Heart en tökur á henni eiga að hefjast í lok apríl og ljóst er að það verður eitthvað fjölmiðlafár í kringum það.