Big Lebowski festival!

Laugardaginn 8.mars verður haldin Big Lebowski festival í Keiluhöllinni. Það er ljóst að margir (þ.á.m. undirritaður) gjörsamlega dýrka þessa mynd og telja hana eina af bestu myndum allra tíma! Fyrir þá sem ekki vita þá eru það Coen bræðurnir sem leikstýrðu þessari snilld, en þeir fengu verðskuldaðan óskar nú á sunnudaginn fyrir nýjustu myndina sína No Country for Old Men.

Á festivalinu verða verðlaun afhend fyrir besta búninginn, keilað og myndin sýnd ásamt miklu fleiru.

Miðasala fer fram á midi.is og er miðaverðið litlar 2.990 kr.

Innifalið í miðaverði:

 – Aðgangur að Lebowski fest ’08 og Sýning Big Lebowski á breiðtjaldi
 – Áprentaður „achiever“ Big lebowski Fest T-bolur
 – Val á 1 leik í keilu + 1 White Russian eða 2 leikir í keilu og 1 stór bjór
 – Verðlaun veitt fyrir þrjá besta búninginn, Dude, Walter, Donny, Jesus eða hvað sem fólki dettur í hug

Einnig verða góð tilboð á Rússa og bjór á barnum.

Dagskráin fyrir hátíðina er hér:

20:00 – Mæting á Svæðið & Goodies afhent

21:00 – Keila hefst

23:30 – Verðlaun Afhend fyrir Besta búninginn

24:00 – Sýning á „The Big Lebowski“ Kvikmyndinni

02:00 – Festival lýkur formlega

P.S. Haldið af stað í bæinn til að djamma niðrí bæ

Eins og ég sagði hér fyrir ofan þá fer miðasala fram á midi.is  og við (að sjálfsögðu) hvetjum alla til að mæta, þetta verður dúndurstuð!

Heimasíða festivalsins er hér