Uppáhalds kvikmyndir Roger Ebert

Kvikmyndaheimurinn er harmi sleginn vegna andláts kvikmyndagagnrýnandans Roger Ebert sem helgaði líf sitt kvikmyndum.

Ebert varð frægur fyrir hreinskilna gagnrýni. Hann var með ómetanlegan skilning á myndmáli og jaðraði það á við náðargáfu. Ebert notaði hvert tækifæri til þess að skrifa um kvikmyndir og notaðist við alla miðla til að koma skilaboðum sínum til skila. Hann hlaut mörg verðlaun fyrir skrif sín, þar á meðal Pulitzer verðlaunin.

Á síðasta ári settist Ebert niður og valdi tíu bestu kvikmyndir allra tíma og má sjá þær hér fyrir neðan.

Aguirre: The Wrath of God (Werner Herzog)

Apocalypse Now (Francis Ford Copolla)

Citizen Kane (Orson Welles)

Vertigo (Alfred Hitchcock)

La Dolce Vita (Frederico Fellini)

The General (Buster Keaton)

Raging Bull (Martin Scorsese)

2001: A Space Odyssey (Stanley Kubrick)

Tokyo Story (Ozu)

The Tree of Life (Terrence Malick)

Stikk: