Bíótal 15.-17.feb: MUST-SEE ÞÁTTUR!

Í BíóTali vikunnar þá fjalla þeir félagar Tommi og Sindri um Jumper,

Jumper er sögð vera frekar óskýr, kraftlaus og gleymd bíómynd, frekar hæg og leikurinn svona sæmilegur í besta falli! Myndin skilur ekkert eftir sig og yfir höfuð þá fær hún 1 og 1/2 stjörnu.

Before the Devil Knows you’re Dead er alls engin snilld en hefur þó skemmtilegan söguþráð. Myndin er vel leikin, en myndin er hálf kraftlaus og missir dampinn eiginlega þegar á líður. 2 og 1/2 stjarna.

Mr. Magorium’s Wonder Emporium gengur mikið útá töfra og galdur. Þrátt fyrir þetta er myndin leiðinleg, illa leikin og í heild sinni frekar ómerkileg. 1 og 1/2 stjarna.

Moli vikunnar eins og undirritaður er farinn að kalla hann er Children of Men og fyrir þá sem hafa séð hana er algert MÖST að sjá þennan þátt! Þeir taka viðtal við Þorstein Vilhjálmsson og tala þeir félagar nákvæmlega um hlutina sem gera þessa mynd að algerri (fokkin) snilld!

Ég hef tekið eftir því undanfarin misseri að það hefur aukist mjög mikið hjá gagnrýnendum að fegra dóma sína í fjölmiðlum. Því finnst mér mikilvægi video-gagnrýni hafa aukist til muna því í þessum þáttum, BíóTali, segja Tommi og Sindri virkilega það sem þeir meina og eru ekkert að draga úr hlutunum, öfugt við menn sem hækka dóma sína upp um e-rjar stjörnur bara því þeir eru á „samning“ eða eru háðir einhverjum ákveðnum dreifingaraðilum á einhvern hátt. Því finnst mér þessi þáttur gríðarlega mikilvæg rödd hins óháða kvikmyndahorfanda og gagnrýnanda því honum dettur ekki í hug að segja hluti eins og „Meet the Spartans er sprenghlægileg gamanmynd“ heldur segir hann sannleikann, „Meet the Spartans er rusl og ekki eyða ykkar tíma í þetta!“.

Þættirnir hafa vaxið mikið frá því þeir voru sýndir fyrst fyrir nokkrum mánuðum síðan, og verð ég að segja að þessi þáttur er sá besti hingað til. Við erum með uppi áform um að hafa sérstaka undirsíðu fyrir þættina sem vonandi kemst í loftið fyrr en ella, því það er það minnsta sem þessir þættir eiga skilið.

Þáttinn má sjá hjá videospilaranum á forsíðu kvikmyndir.is undir „Aukaefni“