New Line gerir Mask 2

New Line Cinema ætlar sér að gera framhaldið af hinni geysivinsælu The Mask sem var með gúmmísmettinu Jim Carrey í aðalhlutverkinu. Carrey mun þó hvergi koma nærri framhaldinu, enda mun myndin aðeins vera gerð fyrir 10-50 milljónir dollara sem dugir varla fyrir laununum hans, hvað þá brellum. Hefur New Line fengið handritshöfundinn Lance Khazei til þess að skrifa handritið, en enn er ekki ljóst hver þeir vilji að taki við af Carrey.