Michael Bay klárar handritið að Transformers 2

Leikstjórinn Michael Bay hefur rétt í þessu sagt frá því að hann hefur klárað handritið að framhaldinu af stórmynd síðasta sumars, Transformers, en framhaldið ber það frumlega nafn „Transformers 2″. Bay fór fram á það að klára handritið sjálfur til að vera viss um þróun verkefnisins.

„Við erum með persónurnar allar mótaðar. Ég skrifa alltaf öll handritin mín svo að núna höfum við eitthvað til að gefa handritshöfundunum. Við lítum á þetta sem mót sem þeir geta nú breytt hlutunum eftir atvikum. Handritið gefur rosalega góða mynd af heildarverkefninu.“ sagði Bay í viðtali.

Shia LaBeouf mun leika aðalhlutverkið í myndinni, rétt eins og í þeirri fyrri, en Transformers 2 kemur í bíó 26.júní 2009.