Einn handritshöfundanna úr myndinni The Passion of the Christ hefur kært Mel Gibson fyrir brot á samning. Brotið felur í sér að Mel Gibson hefur ekki staðið við greiðslur til handritshöfundsins Benedict Fitzgerald.
Gibson bað víst Fitzgerald um að skrifa handritið að myndinni og sagi í leiðinni að myndin yrði ekki dýrari en 4-7 milljón dollarar og að Gibson fengi engan pening fyrir að gera myndina, né yrði enginn hagnaður sem myndi renna til þeirra sem ynnu við gerð hennar. Í raun var budget myndarinnar á bilinu 25-50 milljónir dollarar.
Fitzgerald sækir eftir bótum en er ekki með tölu í huganum, talsmaður Gibson segir málsóknina vera rugl og alger uppspuni frá rótum.

