Jennifer Lopez og leikstjórinn Steve Norrington ( Blade ) munu gera saman myndina Tick Tock. Í myndinni leikur Lopez FBI konu sem fær það hlutverk að reyna að hjálpa manni með minnisleysi að muna hvar ( eða hvort ) hann hafi komið fyrir sprengjum úti um alla Los Angeles. Myndina mun Norrington gera áður en hann hellir sér út í að leikstýra Ghost Rider með Nicholas Cage.

