Myndin hér fyrir neðan sýnir IMAX filmuna fyrir The Dark Knight Rises. Aðeins örfáar filmur af þessari tegund eru til, en þær eru notaðar í sérstökum IMAX kvikmyndahúsum sem bjóða upp á mun betri upplausn og gæði heldur en venjuleg kvikmyndahús. Filman er í raun einstök þar sem langflest IMAX kvikmyndahús í Bandaríkjunum munu sýna myndina stafrænt í stað þess að keyra hana á filmu, en stafrænar IMAX sýningar bjóða ekki upp á sömu gæði.
Eins og þið sjáið er filman RISI, en hún er rúm 270 kg að þyngd. The Dark Knight Rises inniheldur 72 mínútur af atriðum sem tekin voru upp á IMAX tökuvél, samanborið við rúman hálftíma í The Dark Knight.
Fyrir þá sem ekki vita þá eru IMAX upptökuvélarnar mun stærri, þyngri og erfiðari meðferðar en venjulegar tökuvélar. Þær bjóða upp á meira ,,detailed“ skot og eru oft notaðar í náttúruheimildarþáttum- og myndum. Það að The Dark Knight Rises sé tekin upp að hluta til með IMAX tækni þýðir að við megum eiga von á flennistórum skotum yfir borgir, landsvæði ásamt allt öðruvísi kvikmyndaupplifun í þeim hasaratriðum sem tekin eru upp með IMAX. IMAX kvikmyndahúsin bjóða einfaldlega upp á allt aðra upplifun en þeirri sem við eigum að kynnast, en skýringarmyndin hér fyrir neðan útskýrir stærðarmuninn ansi vel.
![]()
Fyrir þá sem vilja fræðast meira um það hvernig Nolan notar IMAX tæknina í The Dark Knight Rises þá mæli ég með þessum lestri (slappið af, þetta er eins spoiler free og hægt er).


