Í nýjum þætti af Tomma & Sindra taka þeir félagar National Treasure: Book of Secrets til umfjöllunar. Tommi gefur henni eina og hálfa stjörnu og kallar hana endurtekningu á forvera sínum ásamt því að vera bara hreinlega kjánaleg.
Sindri rýnir í Bob Dylan myndina I’m Not There og hlýtur hún tvær og hálfa. Hann segir myndina vel leikna og mjög djúpa en voða ómarkvissa.
Einnig telja drengirnir upp 5 verstu bíómyndir síðasta árs að þeirra mati.

