Við settum nýlega inn smáþætti sem bera nafnið Clark and Michael, sem að eru aukaefni sem tengist myndinni Superbad. Þetta eru þættir með Michael Cera og Clark Duke í aðalhlutverkum, en báðir léku þeir í Superbad. Michael munið þið líklega eftir úr Arrested Development þáttunum en Clark lét pínkulítið hlutverk í Superbad sem krakki í lokapartýinu í myndinni – undirritaður man eftir einni setningu sem hann sagði en það var „Holy shit dude Vogell’s a badass!“. Það má líka segja það um Clark að hann er skuggalega líkur undirrituðum!
Þættirnir fjalla s.s. um Clark og Michael sem eru nýfluttir til Hollywood, hafa leigt sér íbúð og vinna í því að skrifa handrit að þætti sem þeir eru að reyna að koma á framfæri. Þættirnir eru 10 talsins og eru hver um sig um 10 mín. að lengd, og ég hvet alla til að horfa á þetta því þetta er ógeðslega fyndið! Þættirnir eru virkilega vel gerðir og í hvert sinn sem horft er á þá þá tekur maður eftir einhverju nýju.
Heimasíða þáttanna má nálgast hér
Þættina á vefsíðu kvikmyndir.is má nálgast hér -> Superbad

