Hin stórskemmtilega leikkona Reese Witherspoon ( Election ) hefur eftir óvænta velgegni nýjustu myndar sinnar, Legally Blonde, úr öllum heimsins verkefnum að velja. Nú hefur hún ákveðið að taka að sér verkefni sem handritshöfundurinn Bruce Miller ( Providence ) hefur haft sum hugarfóstur um langa hríð, en það er mynd um tennisstjörnu. Ekki er vitað um smáatriði á þessu stigi, eins og söguþráð og annað, en vitað er að Bruce þessi mun taka að sér að skrifa handritið. Witherspoon mun sjálf framleiða myndina í gegnum framleiðslufyrirtæki sitt, Type A Films. Búast má við að þetta verði gamanmynd, með nóg af skemmtilegu gríni og glensi eins og þessari heillandi stúlku er einni lagið.

