Nú fara þær fréttir eins og eldur um sinu að þriðja kvikmyndin í Ghostbusters seríunni muni loks hefja tökur í maí á næsta ári. Síðan FeatureFilmAuditions hefur heimildir fyrir því að bæði Harold Ramis og Dan Akroyd munu snúa aftur í þriðju myndinni, sem og leikstjórinn Ivan Reitman sem leikstýrði fyrstu tveimur myndunum.
Ghostbusters, sem margir þekkja eflasust, fjallar um nokkra félaga sem setja á laggirnar fyrirtæki sem hjálpar fólki þegar það verður á barðinu fyrir alls kyns draugum og púkum. Í Ghostbusters 3 er talið líklegt að persónurnar úr fyrri myndunum muni þjálfa nýja draugabana, en sögusagnir herma að Akroyd líti til Saturday Night Live þáttanna í leit að nýjum leikurum. Munu þeir Bill Hader og Will Forte koma helst til greina.
– Bjarki Dagur