Frábær Viggo

Íslandsvinurinn Viggo Mortensen fær frábæra dóma fyrir leik sinn í myndinni Eastern Promises hjá gagnrýnanda bandaríska stórblaðsins The Wall Street Journal. Í myndinni leikur Viggo bílstjórann Nikolai Luzhin, sem vinnur fyrir rússneskt glæpagengi í London. Gagnrýnandi blaðsins segir að leikur Mortensens sér einfaldlega frábær og myndin, sem er dramatísk spennumynd, sé rós í hnappagat leikstjórans david cronenberg, en hann hefur lengst af sérhæft sig í hryllingsmyndum, vísindaskáldsögum og myndum með furðulegum undirtóni, sbr. Scanners, Videodrome, The Dead Zone, Dead Ringers og Crash. Fyrir tveimur árum síðan tókst honum að höfða til breiðari hóps áhorfanda með mynd sinni A History of Violence þar sem Mortensen lék mann sem átti sér leyndarmál. Aðal kvenhlutverkið í Eastern Promises er í höndum Naomi Watts.